|
Mætti í skólann klukkan átta eða svo eins og venjulega. En þegar var að fara að hringja inn frétti ég að tveir kennarar sem áttu að kenna mér fyrstu tvo tímana eru veikir!! BÖÖÖGG!!
Ég fór með IB vinkonunni í leikhús í gær. Getiði hver sat í þarnæsta sæti við mig og enginn á milli! Ég hefði getað rétt út höndina. Eins og Elli sagði, þá langaði mann helst til að biðja hann um eiginhandaráritun. Jú, enginn annar en Ingvar E.!! Við sáum mannin sem hélt að konan sín væri hattur. Þetta er einskonar kynning á helstu heilasjúkdómum. Þetta er rosa skemmtilegt leikrit, svona ljúfsárt. Það er óigeðslega fyndið, en maður veit eiginlega ekki hvort maður á ða hlæja eða gráta því það er fólk sem er svona og það er sorglegt þó að það sé fyndið að horfa á einkennin. Ég mæli með Manninum sem hélt að konan sín væri hattur.
skrifað af Runa Vala
kl: 08:29
|
|
|